SVONA LÍTUR DÆMIÐ ÚT

 • 2 kr.
  Lykil- og korthafar gefa eftir 2 krónur af afslætti
 • 2 kr.
  Olís greiðir 2 krónur á móti
 • 4 kr.
  4 krónur af hverjum lítra, fara til Lands og skógar

Þú getur lagt þitt af mörkum

Viðskiptavinir hafa val um að kaupa kolefnisbindingu vegna eldsneytisviðskipta með lágmarks tilkostnaði. Olís leggur til helming kostnaðarins á móti og náttúran, landið okkar og loftslagið, nýtur ávinningsins. Þannig tökum við ábyrgðina saman.

Í hvaða verkefni fer peningurinn?

Sá peningur sem Olís og viðskiptavinir leggja til mun nýtast Land og skógi til fjölbreyttra verkefna á sviði kolefnisbindingar. Áherslan verður á uppgræðslu lands, skógrækt og endurheimt votlendis.

Olís fjárfestir í kolefnisbindingu vegna eigin starfsemi

Árið 2019 undirritaði Olís samning þess efnis að fjárfest yrði í kolefnisbindingu á móti losun félagsins í umfangi 1 og 2 ásamt þeirri losun sem er til komin vegna dreifingar á eldsneyti til viðskiptavina um land allt. Verkefnið er unnið í samstarfi við Land og skóga.

Samstarf Olís og Lands og skógar síðan 1992

Þann 26. maí 1992 var hrint af stað samvinnuverkefninu „Græðum landið með Olís“. Það var upphafið af löngu og farsælu samstarfi Olís og Landgræðslunnar sem nú hefur sameinast Skógræktinni og ber nafnið Land og skógur.

Um árabil var Olís stærsti einstaki styrktaraðili landgræðslu á Íslandi. Áburði og fræjum var dreift úr flugvélum yfir stór svæði örfoka lands og gróðurauðna og næstu árin voru þúsundir hektara lands græddir upp.

Frá því að skipulegt landgræðslustarf hófst hafa verið græddir upp yfir 300 þúsund hektarar örfoka lands, meðal annars með farsælu samstarfi við einkaaðila eins og Olís.

Landgræðsla

Um fjórðungur losunar gróðurhúsaloftegunda á heimsvísu er vegna eyðingar gróðurs og jarðvegs. Óvíða er slík eyðing meiri en á Íslandi. Þess vegna er mikilvægt að græða upp land þar sem gróðureyðing hefur orðið og breyta kolefnisbúskap gróðursnauðra svæða þannig að þau fari að binda kolefni.

 

Skógrækt

Skógareyðing veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Á heimsvísu er lögð áhersla á endurheimt skóga til að auka bindingu kolefnis. Í starfi Lands og skógar er lögð vaxandi áhersla á endurheimt birkiskóga. Birki byrjar að mynda fræ um áratug eftir gróðursetningu og breiðist síðan hratt út með sjálfgræðslu. Endurheimt birkis er því hagkvæm leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

 

Votlendi

Í votlendi og mýrum geymast lífrænar plöntuleifar sem ekki rotna. Votlendi er því mikilvæg geymsla kolefnis. Þegar skurður er grafinn í votlendi lækkar vatnsstaðan, súrefni kemst niður í svörðinn, kolefnið í mýrinni losnar og berst út í andrúmsloftið. Þegar fyllt er í skurði hækkar vatnsstaðan og kolefnislosun mýrarinnar stöðvast. Þess vegna vinnum við að endurheimt votlendis.

Hvað er kolefni?

Kolefni (C) er eitt algengasta frumefnið og ein af undirstöðum alls lífs á jörðinni. Það finnst t.d. í líkama okkar, í trjám, mat, eldsneyti, demöntum o.fl. Kolefni myndar sameindir með öðrum efnum í margvíslegum efnasamböndum. Eitt dæmi um það er koltvísýringur eða CO2. CO2 í andrúmslofti er nauðsynlegt öllu lífi, en magn þess þarf að vera í jafnvægi. Við mennirnir höfum raskað þessu jafnvægi með stórfelldari losun gróðurhúsalofttegunda umfram það sem vistkerfi jarðar ná að taka upp.

Hvað er kolefnisbinding?

Þótt áhrifaríkasta aðgerðin gegn loftslagsvánni sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er einnig mikilvægt að styðja við verkefni sem miða að bindingu kolefnis. Kolefnisbinding er hvert það ferli sem dregur til sín koltvíoxíð úr andrúmsloftinu og bindur það sem kolefni. Nýskógrækt er nærtækt dæmi og jafnframt ein skilvirkasta leiðin sem völ er á í dag til að ná fram kolefnisbindingu

GRÆN SKREF OLÍS

Í áratugi hefur Olís lagt ríka áherslu á umhverfismál og jafnt og þétt stigið mikilvæg græn skref

 • 1992

  Samvinnuverkefni Olís og Landgræðslu ríkisins, „Græðum landið með Olís“, hrint af stað.

 • 1998

  Olís hlýtur umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar.

 • 2002

  Samstarf við Skógræktarfélag Íslands hefst. Uppbygging landgræðsluskóga og opinna skógarsvæða fyrir almenning.

 • 2013

  Íblöndun VLO, eða vetnismeðhöndlaðrar lífrænnar olíu í alla dísilolíu, sem minnkaði útblástur koltvísýrings um 5%.

 • 2014

  Fyrstu metanstöðvarnar opnaðar á Olís-stöðvum. Fyrsta hraðhleðslustöð fyrir rafbíla opnuð á Olís-stöð.

 • 2019

  Samstarf við klappir sem sérhæfa sig í grænum lausnum.

  Olís fjárfestir í kolefnisbindingu vegna eigin reksturs og býður viðskiptavinum að kaupa kolefnisbindingu vegna eldsneytiskaupa í samstarfi við Land og skóg.

 

Ekki með lykil ?

Ef þú ert ekki með lykil frá Olís og ÓB geturðu sótt um hann hér. Þú færð lykilinn sendan og þarft svo að virkja hann á olis.is eða ob.is. Allir lykil- og korthafar eru sjálfkrafa í Vinahópi Olís og njóta fjölbreyttra fríðinda, afslátta og tilboða. Í skráningarferlinu velurðu hvort þú vilt kolefnisjafna eldsneytiskaupin.