Landsbjörg og Olís hafa gert samstarfssamning
Slysavarnafélagið Landsbjörg og Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára. Samningurinn var undirritaður á landsþingi samtakanna sem fór fram á Hellu. Olís verður einn af aðalstyrktaraðilum samtakanna og mun styðja við þau bæði fjárhagslega og með verulegum afsláttum af eldsneyti og öðrum vörum. Olís og Slysavarnafélagið Landsbjörg munu einnig eiga samstarf á fleiri sviðum en að framan greinir samkvæmt nánara samkomulagi hverju sinni, s.s um nýtingu samtakanna á þjónustustöðvum Olís á útkallstímum.
Öll aðildarfélög Slysvarnafélagsins Landsbjargar hafa aðgang að afsláttarkjörum sem samið hefur verið um, og jafnframt munu félagsmenn aðildarfélaganna, sem eru um 18.000 talsins, á næstunni fá sendar upplýsingar um afsláttarkjör þeim til handa.
Starfsfólk Olís hlakkar mjög mikið til samstarfsins við Slysavarnafélagið Landsbjörg og að geta lagt ósérhlífnu starfi björgunarfólks lið.
UMSÓKN UM TVENNUKORT


Bílavörur
Eðlilegt viðhald eykur endingu, dregur úr útgjöldum við rekstur bílsins og eykur öryggi hans í umferðinni. Til þess eru margvísleg handhæg tæki og efni sem auðvelda verkið.

Index vatnsþéttidúkar
Ný kynslóð endingargóðra einangrunardúka, auðveldir í ásetningu. Framleiddir til að draga úr vatnsálagi og hlífa húsþökum, bílastæðum, brúm og öðrum flötum eða hallandi steypuflötum sem þarf að vatnsverja.