Nýtt Kosan Biomix20
Þegar þú kaupir Kosangas Light þá spörum við saman umhverfisáhrif (losun CO2) um 19%. Flaskan inniheldur í raun sama gasið og þú þekkir – en framleiðandinn, Kosan í Danmöku, hefur skuldundið sig til að fjárfesta í kolefnisjöfnunarvottorðum á móti hverjum 20% af innihaldi kúts, sem stuðla að framleiðslu BioLPG (lífgass). Við köllum það BioMix20.
Hjálpaðu til við að draga enn frekar úr losun CO2
LPG gefur frá sér minna CO2 en aðrar tegundir jarðefnaeldsneytis. Þess vegna styðjum við framleiðslu á BioLPG.
BioLPG er aukaafurð lífrænnar díselframleiðslu, sem við Íslendingar þekkjum sem VLO (vetnismeðhöndlaða lífræna olíu) en aðrir þekkja sem HVO (Hydrotreated Vegetable Oil). Hún er unnin úr afgangsafurðum úr sjálfbærum hráefnum eins og dýrafitu og jurtaolíum. BioLPG er hluti af framleiðsluferli hreinsunarstöðvarinnar.
Með stuðningi við framleiðslu á BioLPG fáum við raunverulega vottun þess að við minnkum losun CO2 staðfesta með vottorðum. Umhverfislegur ávinningur er staðfestur af óháðum þriðja aðila með útgáfu vottorðs. BioLPG-framleiðsla dregur úr losun CO2 um allt að 95% miðað við hefðbundna LPG-framleiðslu.
Hvaða gas færðu í Kosan plastflöskuna?
Kosan-flaskan inniheldur gasið sem þú þekkir – en kolefnisjöfnunarvottorðin sem Kosan kaupir eru staðfesting á því að framleitt sé magn BioLPG sem jafngildir 20% af innihaldi Kosan plastflaskna (5 eða 10 kg). BioLPG losar umtalsvert minna magn af CO2 í framleiðslu en hefðbundin LPG og sparar þar með umhverfinu 19% í losun CO2 losun miðað við hefðbundna framleiðslu. Minnkun CO2 losunar kemur aðeins fram í framleiðsluferli BioLPG.
Auk Kosan BioMix20 tekur Kosan þátt í öðrum verkefnum sem draga úr losun CO2 frá alþjóðlegu sjónarmiði.