Með nýja smellukerfinu tökum við upp nýtt og fallegt gashylki úr léttu trefjaefni, sem er einstaklega sterkt og var upphaflega þróað til notkunar í geimnum. Hylkið er hannað með einfaldleika, léttleika og þægindi notandans í huga. Smellugashylkið er gashylki 21. aldarinnar.
Glært
Trefjaefnið er gagnsætt og gerir þér kleift að sjá með berum augum hversu mikið gas er eftir í hylkinu. Með trefjahylkinu losnarðu við ryð, hringlaga för þar sem það hefur staðið og flagnaða málningu, eins og gjarnan hefur fylgt járnkútunum.
Létt
Smellugashylkið er allt að 10 kílóum léttara en önnur gashylki. Á því eru einnig þægileg handföng sem bæði
auðvelda þér að halda á því og vernda smellubúnaðinn. Hylkið er til í tveimur stærðum.
Öruggt
Hylkið er gert úr sérstaklega sterku efni og fest í hlífðarhólk. Það er því einstaklega vel varið gegn brotum og sliti. Komi upp eldur, springur það ekki, heldur myndast gat og gasið brennur. Smellugashylkið uppfyllir alla evrópska öryggisstaðla.
Stál- og álkútar
Einnig er boðið uppá 11 kg. stálkút og 6 kg. álkút.
Gas, þyngd | 11 kg(stál) | 6 kg(ál) |
Hylki, þyngd | c.a 14,5 kg | c.a 5 kg |
Heildarþyngd | c.a. 25,5 kg | c.a 11 kg |
Hæð | 600 mm | 500 mm |
Þvermál | 300 mm | 255 mm |
Kosan Gas
Smellugas Olís kemur frá Kosan Gas í Danmörku. Kosan Gas leggur mikla áherslu á öryggis- og gæðamál. Bæði hylkin og búnaðurinn hafa staðist ströngustu öryggispróf og ávallt er tryggt að notandinn fái vöru í besta gæðaflokki.