Smelltu þér yfir í nútímann
Gashylkin og þrýstijafnarinn fara í gegnum gæðaprófun sem uppfyllir alla evrópska öryggisstaðla. Með réttri og ábyrgri notkun tryggir þú hámarks öryggi.
Góð ráð um gashylki
- Gashylki skulu alltaf standa upprétt
- Ávallt skal loka fyrir gasið eftir notkun
- Varist að gashylkið verði fyrir hnjaski eða standi lengi í miklum hita
- Skiptið aldrei um gashylki nálægt opnum eldi
Góð ráð um búnað
- Notið einungis viðurkenndan búnað – DG- eða CE-merktan.
- Sjáið til þess að þrýstijafnarinn sé tryggilega festur
- Verið viss um að búnaðurinn sé í fullkomnu lagi
- Farið reglulega yfir slöngur og skiptið um þær við minnsta grun um sprungur eða rifur
- Góð regla er að fá fagaðila til að leggja lagnir, tengja og yfirfara búnað einu sinni á ári
- Notið ávallt gasskynjara innandyra. (Gasskynjarar fást í verslun Ellingsen)
Grunur um gasleka
- Smellugas Olís er með lyktarefni sem greinilega má finna við gasleka
- Gas er þyngra en loft og safnast saman niður við gólf
- Lokið ventli á þrýstijafnara
- Forðist alla notkun elds
- Loftið vel út
- Gætið vel að rafmagni og stöðurafmagni
- Kallið til viðurkenndan þjónustuaðila