
Smellugas Olís er nýtt og einfaldara kerfi við gasnotkun. Þrýstijafnarann þarf ekki lengur að skrúfa á gashylkið heldur er honum einfaldlega smellt á. Þannig verður mun þægilegra og fljótlegra að skipta um gashylki. Smellti þrýstijafnarinn er útbúinn með slöngubrotsloka sem lokar fyrir gasið ef flæðið verður of mikið (yfir 2 kg/h).
Á myndum hér neðar er farið yfir það hvernig þrýstijafnaranum er smellt á kútinn ásamt fleiri upplýsingum.

Rafgeymar
Úrval af rafgeymum frá Exide

Bílavörur
Eðlilegt viðhald eykur endingu, dregur úr útgjöldum við rekstur bílsins og eykur öryggi hans í umferðinni. Til þess eru margvísleg handhæg tæki og efni sem auðvelda verkið.