Dælum til góðs og ferðumst örugglega
Slysavarnarfélagið Landsbjörg opnar Safetravel-daginn og fylgir fyrstu hálendisvakt sumarsins úr hlaði hjá Olís Norðlingaholti í dag kl. 16–19.
Í dag kl. 16–19 ætla félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg að mæta á 50 staði um allt land, þ.á m. Olís-stöðvar, afhenda ökumönnum fræðsluefni, hvetja til ábyrgrar aksturs- og ferðahegðunar sem og segja frá Hálendisvaktinni.
Af því tilefni renna 5 kr. af hverjum lítra til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Auk þess fá lykil- og korthafar Olís og ÓB 25 kr. afslátt af hverjum eldsneytislítra í dag. Afslátturinn gildir ekki á ÓB-stöðvunum við Arnarsmára, Bæjarlind og Fjarðarkaup. Þar gildir alltaf lægsta verð ÓB.
SAFETRAVEL er samstarfsverkefni opinberra stofnana og fyrirtækja sem ásamt Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa það að markmiði að auka forvarnir og minnka slys í ferðamennsku og ferðaþjónustu hérlendis.
Á vefsíðunni www.safetravel.is finnur þú Íslandskort þar sem á einum stað má sjá færð á vegum, veður, vefmyndavélar, aðstæður á ferðamannastöðum, vindhviður á vegum og fleira. Allt á einum stað fyrir öruggt ferðalag.
Ferðumst örugglega í allt sumar!
Olís er einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar


Lower your travel costs with the discount-key
Get your discount card at the next Olís station

Bílavörur
Eðlilegt viðhald eykur endingu, dregur úr útgjöldum við rekstur bílsins og eykur öryggi hans í umferðinni. Til þess eru margvísleg handhæg tæki og efni sem auðvelda verkið.