Frekari upplýsingar vegna E10 eldsneytis
Vegna umræðu og fyrirspurna í tengslum við breytinguna er ástæða til að árétta að allar nýjar og nýlegar bifreiðar geta notað E10 eldsneyti. Auk þess geta flestar tegundir eldri bifreiða geta E10 eldsneyti, en rétt er að eigendur gangi úr skugga um hvort svo sé. Upplýsingar um það hvort E10 henti mínum bíl má finna hér https://www.e10info.eu/can-i-use-e10/.
Ef E10 blandan hentar illa fyrir vélar bifreiða má í flestum tilfellum leysa þann vanda með íblöndunarefni. Sem dæmi um slík bætiefni má nefna Redex vörurnar, en þær fást á öllum sölustöðum Olís.
Í kjölfar almennrar útbreiðslu E10 eldsneytis, hefur framleiðandi Redex endurbætt íblöndunarefni sín þannig að þau mynda aukna vörn fyrir eldsneytiskerfið gegn tæringu ásamt því að halda eldsneytiskerfinu hreinu. Samkvæmt upplýsingum framleiðandans, er hægt að nota E10 eldsneyti á allar bifreiðar með notkun Redex Petrol System Cleaner. Redex bætiefnið er íblöndunarefni sem er sérstaklega þróað til að draga úr losun og endurheimta afköst eldsneytiskerfisins. Blandan er samhæfð við E10 eldsneyti og verndar þannig vélar gegn mögulegri tæringu frá E10 eldsneyti.
Í þeim tilfellum þar sem E10 hentar illa fyrir vélartegund bifreiðar, þá er mælt með því að blanda 125 ml af Redex Petrol System Cleaner á móti 50 lítrum af bensíni. Með því móti eiga allar bifreiðar að geta notað E10 eldsneytið.
Nánari upplýsingar um Redex íblöndunarefnin og E10 blönduna má nálgast á meðfylgjandi netslóð:
https://www.holtsauto.com/redex/products/petrol-system-cleaner/