24. jan. 2024 | Fréttir/div>
Fyrsta hraðhleðslustöðin í Grafarvogi
Við Olís Gullinbrú hefur Ísorka opnað nýja hraðhleðslustöð.
Stöðin er 150 kW í fyrsta áfanga og hleður bæði CCS og Chademo bíla. Hún er að gerðinni Alpitronic Hypercharger. Um er að ræða fyrstu hraðhleðslustöðina í Grafarvogi en sumir segja „þó fyrr hefði verið“.Hraðhleðslustöðin er liður í samstarfi Ísorku og Olís og var stöðin við Gullinbrú sú tólfta á rúmu einu ári. Þær hleðslustöðvar sem á undan voru eru í:
- Álfheimum
- Ánanaustum
- Akranesi
- Borgarnesi
- Siglufirði
- Reyðarfirði
- Höfn
- Kirkjubæjarklaustri
- Hellu
- Selfossi
- Reykjanesbæ
Samstarf Olís og Ísorku í uppbygging hraðhleðslustöðva hefur gengið vonum framar og hefur verkefnið fengið virkilega jákvæðar viðtökur. Sér í lagi úti á landsbyggðinni þar sem við höfum sett mikinn fókus á í fyrstu áföngum.
Næsta staðsetning í röðinni er öflug hraðhleðslustöð í Vík í Mýrdal.