Gullmerki Jafnréttisvogarinnar 2022
Olís hlaut á dögunum viðurkenningu og gullmerki Jafnréttisvogarinnar 2022
Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Jafnrétti er ákvörðun, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) var haldin við hátíðlega athöfn 12. Október síðastliðin og hlaut Olís viðurkenningu og gullmerki Jafnréttisvogarinnar 2022. Viðurkenningarhafar Jafnvægisvogarinnar voru 76 talsins í ár og eru það þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmdastjórn).
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís:
„Við hjá Olís erum stolt af viðurkenningunni enda höfum við lagt mikla áherslu á að vinna eftir jafnréttisstefnu okkar. Á ári hverju höfum við greint kynjahlutfall í stjórnunar- og áhrifastöðum og með því náð jafnt og þétt að breyta samsetningu kynjanna í stjórnendastöðum, til að hún verði jafnari. Þá höfum við jafnframt náð virkilega góðum árangri með jafnlaunakerfið okkar og launamunur hefur verið innan við 1% undanfarin ár. Viðurkenningin styður því undir okkar góða starf og segir okkur að við erum á réttri leið sem við munum að sjálfsögðu fylgja eftir næstu ár. Jafnrétti er ákvörðun og við höfum tekið okkar ákvörðun að breyta til betra jafnréttis innan Olís“

