07. jún. 2023 | Fréttir/div>
Ný Olísstöð að Fitjum
Ný og glæsileg Olísstöð verður opnuð að Fitjum í Reykjanesbæ á næstu dögum. Á stöðinni verður Lemon Mini, sem er aðeins minni útgáfa af Lemon, en þar eru í boði fjórar vinsælustu tegundirnar af samlokum og djúsum frá Lemon. Á móti verða svo einnig í boði okkar vinsælu og safaríku hamborgarar á Grill 66 en í sumar verður nýr borgari á matseðli, sumarborgarinn Countryside, sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Þann 17. júní verður opnunarhátíð á Fitjum þar sem við bjóðum upp á opnunartilboð á Grill 66 og Lemon Mini en einnig verður ís í boði fyrir börnin á meðan birgðir endast.
