30. jún. 2023 | Fréttir/div>
ÓB mót Tindastóls 2023
ÓB mót Tindastóls var haldið helgina 23-25 júni á Sauðárkrók fyrir 6. flokkk kvenna í knattspyrnu.
Mótið í ár var nú haldið í 18. sinn og voru yfir 550 keppendur skráðir til leiks frá tuttugu félögum, víðs vegar af að landinu. Spilaður var 5 manna bolti og voru spilaðir samtals 339 leikir.
Það voru því rétt tæplega 100 lið mætt til leiks og að þessu sinni lék veðrið heldur betur við keppendur og mótsgesti. Leikið var á tólf völlum á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki og þar var fólk léttklætt og með góða skapið í öndvegi. Það eru stúlkur í 6. flokki sem keppa á ÓB-mótinu en að auki var skellt upp systkina-móti fyrir yngri mótsgesti.
Sigurvegarar styrkleikaflokkanna voru:
Drangey – Stjarnan
Málmey - KR Ólöf Freyja
Þórðarhöfði – Breiðablik
Feykir - Breiðablik
Molduxi – Breiðablik
Mælifellshnjúkur – FH
FH fékk háttvísiverðlaun Landsbankans og KSÍ
Mynd: Óli Arnar