Smurolía
Aðeins fjóra lítra af smurolíu þarf til að menga tæplega fjórar milljónir lítra vatns. Með réttri meðhöndlun má umbreyta afgangs- eða úrgangssmurolíu úr mengandi spilliefni í vöru til gagns. Olía heldur í smureiginleika sína þrátt fyrir að hún hafi verið notuð og hana má því endurvinna út í hið óendanlega.
Þegar smurolía missir eiginleika sína við notkun er það alla jafna vegna þess að í hana safnast óhreinindi úr umhverfinu. Smurolía, og olía almennt, missir í sjálfu sér ekki smureiginleika sína. Olíuna má því endurvinna aftur og aftur sem smurolíu. Olían er hreinsuð og síuð þar til hún er sem ný.
Olíuúrgangur fellur aðallega til frá þremur geirum: Bifreiðum og flutningi, iðnaði og sjávarútvegi og svo skipaflutningum. Við sem einstaklingar og bifreiðaeigendur getum brugðist við með beinum hætti og séð til þess að bifreiðaúrgangi okkar sé fargað eða hann endurunninn með réttum hætti. Olíuúrgang sem kemur frá bílunum okkar er oft einfaldara að endurvinna en olíuúrgang frá stóriðnaði. Það er meðal annars vegna þess að við iðnaðarframleiðslu fellur oft til úrgangur blandaðra olía. Ein helsta áskorun í endurvinnslu almennt er aðskilja og flokka úrgangsefnið sem unnið er úr. Þá, og aðeins þá, er hægt að endurvinna hráefnið.
Viðskiptavinir Olís geta treyst því að úrgangur og spilliefni sem fellur til vegna viðhalds og þjónustu á bifreiðum er meðhöndlaður af ábyrgð. Við söfnum úrgangsolíunni saman, flokkum hana og komum henni í endurvinnslu. Þannig stuðlar Olís að því að breyta notaðri olíu úr mengandi spilliefni í hráefni með notagildi.


Bílavörur
Eðlilegt viðhald eykur endingu, dregur úr útgjöldum við rekstur bílsins og eykur öryggi hans í umferðinni. Til þess eru margvísleg handhæg tæki og efni sem auðvelda verkið.

Heimilispakki
Sem inniheldur örtrefjaklút, uppþvottalög, uppþvottabursta, pottasvampa 10stk í pakka., gúmmíhanska, handsótthreinsir 100ml,alhliðahr. m/dælu 500ml. og glerúði m/dælu 500ml.