12. jan. 2024 | Fréttir/div>
Vinnustaður í fremstu röð
Það gleður okkur að tilkynna að Olís fékk viðurkenninguna „Vinnustaður í fremstu röð“ frá Moodup, fyrir árið 2023.
Til að hljóta viðurkenninguna þurfa fyrirtæki að uppfylla þrjú meginskilyrði Moodup: að starfsánægja sé mæld að minnsta kosti einu sinni á hverjum ársfjórðungi, að brugðist sé við endurgjöf frá starfsfólki með úrbótum, og að árangursviðmiði um starfsánægju sé náð samanborið við aðra íslenska vinnustaði.
Viðurkenningin er okkur mikilvæg því hún staðfestir að við hlustum á skoðanir starfsfólks og virðum þær – og við leggjum okkur fram um að starfsfólk sé ánægt í vinnunni og líði vel í framúrskarandi vinnuumhverfi.