Mannauður
Unnið er eftir ábyrgri starfsmannastefnu þar sem jafnrétti, heilsa, öryggi og vellíðan í starfi eru höfð að leiðarljósi. Öllu starfsfólki Olís á að líða vel í starfi og engum skal mismunað á grundvelli kyns, trúar eða kynþáttar. Til að tryggja þetta hefur meðal annars verið sett á fót nefnd innan fyrirtækisins sem tekur á atvikum sem geta komið upp hjá starfsfólki, svo sem ofbeldi, kynferðislegu áreiti og annarri óviðeigandi hegðun.
Jafnlaunaúttekt: Olís hlaut gullmerki jafnlaunaúttektar PWC í lok árs 2016 og vinnur nú að jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012.
Kynjahlutföll: Kynjahlutföll starfsmanna eru nokkuð jöfn en stjórnendur með mannaforráð eru 63% karlar og 37% konur.