Verslunar- og þjónustufyrirtæki í fremstu röð
Olís er verslunar- og þjónustufyrirtæki á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði, sem býður góðar, samkeppnishæfar vörur og rekur sölu- og þjónustukerfi í fremstu röð. Olís selur orkugjafa og aðrar rekstrarvörur, svo sem smurolíur, hreinsivörur og efnavörur svo og almennar neysluvörur til fyrirtækja og einstaklinga. Olís aflar aðfanga með eigin innflutningi og kaupum af innlendum birgjum eftir hagkvæmni hverju sinni. Olís fjárfestir í atvinnustarfsemi á sviðum sem tengjast eða styðja meginstarfsemi félagsins. Félagið fylgist jafnframt með arðbærum sóknarfærum á nýjum sviðum.
Meginmarkmið
Meginmarkmið Olís er að vera viðurkennt sem leiðandi fyrirtæki á Íslandi á sínu sviði hvað varðar arðsemi, þjónustu við viðskiptavini, gæði vöru, umhverfisvernd og góða ímynd, þar sem sérstök áhersla er lögð á stuðning við umhverfis- og mannúðarmál.
Leiðir að meginmarkmiði
- Góð þekking starfsmanna
- Framúrskarandi þjónusta
- Lágmörkun kostnaðar
- Sveigjanlegt upplýsingakerfi og nýjasta upplýsingatækni á hverjum tíma
- Mikil aðlögunarhæfni. Einföld vinnuferli
- Ábyrg, sjálfstæð og öguð vinnubrögð byggð á markmiðasetningu og árangursmati
- Virkjun á hugmyndaauðgi og notkun óhefðbundinna leiða við lausn vandamála

Bílavörur
Eðlilegt viðhald eykur endingu, dregur úr útgjöldum við rekstur bílsins og eykur öryggi hans í umferðinni. Til þess eru margvísleg handhæg tæki og efni sem auðvelda verkið.

Smellugas
Fullkomið fyrir grillið, heimilið, bátinn...