
Olís býður upp á heildstæðar lausnir og gerir bæði tilboð í vinnu og efni. Húsbyggjendur og verktakar hafa langa og góða reynslu af þak- og vatnsþéttiefnum frá Index og jarðvegsdúkum frá DuPont. Olís býður mikið úrval af vönduðum efnum frá þessum framleiðendum, sem sannað hafa ágæti sitt á stórum og smáum byggingum við íslenskar aðstæður. Öll þjónusta um rétt val á efnum í er boði hjá Olís.
Olís sá um allt þakefni fyrir Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhús Reykjavíkur. Um var að ræða þakdúk frá Index og einnig bjóðum við einangrun frá Abriso. Þakpappalagnir JK sáu um verklega framkvæmd. Sölusvið Olís býður fjölbreytt úrval vandaðra þak- og vatnsþéttiefna fyrir litlar sem stórar byggingar þar sem gæðin skipta öllu máli.
Vöruúrvalið:
- Þakpappi
- Asfaltborðar
- Bitumen-efni
- Festingar fyrir þakpappa
- Verkfæri
- Dúkur, einangrun og blý
- Ýmsar byggingarvörur