Index
Þakpappi
Dupont
Olís býður uppá ýmiskonar dúka frá Dupont:
- Typar jarðvegsdúkar: 125 gr/m2 , 150 gr/m2 og 220 gr/m2
- Tyvek supro+ öndunardúkur til notkunar undir klæðningu á veggi og þök.
- AirGuard A2 rakavarnardúkur í brunamótstöðuflokki A2-s1, d0 ásamt tilheyrandi frágangsefni, tape, kítti oþh
- Tyvek FireCurb eldtefjandi öndunardúkur í brunamótstöðuflokki B-s1-d0.
Italprofili
ITALPROFILI® var stofnað árið 1976 og hefur því í meira en 45 ár þróað og framleitt þakniðurföll og þaktúður sem eru notaðar með asfalt-, PVC- og TPO þakdúkum. Olís leggur áherslu á vörur sem eru notaðar með asfaltdúkum. Einnig bjóðum við uppá hellusessur í ýmsum þykktum, útvegað eftir óskum viðskiptavinarins.
Ejot
Frá Ejot í Þýskaland flytur Olís inn festingar fyrir eingrun og pappa á heitum þökum ásamt tilheyrandi verkfærum.
Um er að ræða dýflur og skinnur ásamt skrúfum til festinga í timbur, steypu og stál.
Halfen
Olís hefur í samstarfi við Leviat í Svíþjóð ákveðið að bjóða uppá að útvega vörur frá Halfen. Um er að ræða íhluti í steinsteypu svo sem:
- Einangrandi svalatengi
- Skernagla
- Hljóðeinangrandi tengi milli byggingahluta.
Einnig munum við útvega aðrar vörur frá Halfen eftir óskum viðskiptavina.
Þessar vörur verða ekki á lager hjá Olís heldur verður sérpantað eftir málum og magni að óskum viðskiptavinarins í hverju tilfelli.
Vetroasfalto
Locking pocket – kerfi til þéttinga með hlutum sem standa uppúr pappalögn