
þakdúkur frá Olís
INDEX VATNSÞÉTTIDÚKAR Ný kynslóð endingargóðra einangrunardúka, auðveldir í ásetningu. Framleiddir til að draga úr vatnsálagi og hlífa húsþökum, bílastæðum, brúm og öðrum flötum eða hallandi steypuflötum sem þarf að vatnsverja.
Index vatnsþéttidúkar:
- Þeir eru framleiddir úr polyester og glertrefjum sem gefa geysilega endingu.
- Index vatnsþéttidúkarnir eru fáanlegir í ýmsum litum og áferðum sem henta við ólíkar aðstæður.
- Dúkarnir eru lausir við asbest og kolefni sem innihalda skaðleg tjöruefni.
- Index framleiðslan er samkvæmt evrópskum gæðastaðli um innihald æskilegra efna.
- Index er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu APP og SBS þakdúka.
- Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Verona á Ítalíu.
- Index er eina fyrirtækið sem hefur náð tökum á að framleiða munstraða þakdúka og lagskipta þakdúka, APP og SBS.
- Index framleiðir einnig eldtefjandi trefjadúka, einangrandi dúka með álfilmu o.fl. o.fl.
Að síðustu má nefna að Index framleiðir dúk aðeins 8 mm. þykkan undir ílögn og fljótandi parket sem hljóðeinangrar allt að 33,5 db þannig að hægt er að líma flísar og niðurlímt parket beint á ílögnina þar sem uppfylltar eru skilgreiningar um

í flokki T.
hljóðvist samkv. ísl. byggingastöðlum.
Olís sá um allt þakefni fyrir Háskólann í Reykjavík. Um var að ræða þakdúk frá Index og einnig bjóðum við einangrun frá Abriso. Þakpappalagnir JK sáu um verklega framkvæmd. Sölusvið Olís býður fjölbreytt úrval vandaðra þak- og vatnsþéttiefna fyrir litlar sem stórar byggingar þar sem gæðin skipta öllu máli.