Við og umhverfi það sem við lifum í erum blanda af alls kyns efnum. Úr blöndunni er hægt að einangra ýmis frumefni og efnasambönd, framleiða ný efni o.s.frv. Sum eru hættulaus umhverfinu – önnur hættuleg og jafnvel eitruð.
Ávallt skal meðhöndla efni með tilliti til einkenna þeirra og hættustigs. Hjá Olís eru fáanlegar öryggisleiðbeiningar um öll efni sem fyrirtækið hefur á boðstólum svo og sérfræðiráðgjöf.
Þekking
Margra ára þekking hjá Olís á þjónustu og meðhöndlun á efnavörum koma viðskiptavinum okkar vel. Með samvinnu við ýmis stærstu og reyndustu fyrirtæki heimsins í framleiðslu og sölu á margvíslegum efnum til iðnaðar getum við auðveldlega boðið flestar tegundir efnavara.
Við bjóðum vörur frá fyrirtækjum á borð við AkzoNobel og Univar. Starfsmenn söludeildar veita allar upplýsingar og ráðgjöf um notkun efna sem nota þarf, m.a. í málmiðnaði, fiskiðnaði, málningariðnaði, plastiðnaði eða landbúnaði.
Vöruúrvalið:
- Sýrur
- Klór
- Sölt/sódar
- White spirit
- Steinolía
- Leysiefni
- Olíuhreinsir