Það sem almenningur á Íslandi kallar klór í daglegu tali heitir á ensku sodiumhypochlorite og er í raun töluvert ólíkt frumefninu klór (Chlorine á ensku).
Klór 15% (15% sodiumhypochlorite) er mikið notað hérlendis til sótthreinsunar á sundlaugavatni en einnig til sótthreinsunar eftir þrif í matvælavinnslu og víðar. Svo og til bleikingar í atvinnuþvottahúsum. Klór 5% (5% sodiumhypochlorite) er algengur til bleikingar í heimahúsum og gjarna kallaður bleikiklór.
Hér fyrir neðan má sjá úrval Olís af klór:
LEITIÐ TILBOÐA
Sölu- og þjónustuborð Olís tekur á móti fyrirspurnum, óskum um tilboð og pöntunum.
515 1100 – pontun (hjá) olis.is
Sérfræðiaðstoð varðandi efnavöru til iðnaðar veitir Magdalena Stefaniak Viðarsson
magdalena@olis.is
ÖRYGGISBLÖÐ
Efnavara er almennt talin varasöm og í mörgum tilfellum beinlínis hættuleg í meðförum. Ástæða er því til að hvetja notendur til að fara varlega og kynna sér vel öryggisleiðbeiningar fyrir notkun.
Smellið hér til að nálgast öryggisblöð yfir efnavöru á vef Olís