Leysiefni, oftast lífrænir vökvar, eru eins og nafnið bendir til efni sem leysa upp önnur efni og mynda þar með upplausn.
Þau flokkast í marga undirflokka og geta verið til margra hluta nytsamleg. Nefna má sem dæmi perklór (tetrachloroethylene) í þurrhreinsivélar efnalauga, isopropanol til að fjarlægja liti o.fl. í prentsmiðjum, acetone í tengslum við bátasmíði úr trefjum auk ýmissa leysiefna til framleiðslu málningar og skyldra vara.
Hér fyrir neðan má sjá úrval Olís af leysiefnum:
LEITIÐ TILBOÐA
Sölu- og þjónustuborð Olís tekur á móti fyrirspurnum, óskum um tilboð og pöntunum.
515 1100 – pontun (hjá) olis.is
Sérfræðiaðstoð varðandi efnavöru til iðnaðar veitir Magdalena Stefaniak Viðarsson
magdalena@olis.is
ÖRYGGISBLÖÐ
Efnavara er almennt talin varasöm og í mörgum tilfellum beinlínis hættuleg í meðförum. Ástæða er því til að hvetja notendur til að fara varlega og kynna sér vel öryggisleiðbeiningar fyrir notkun.
Smellið hér til að nálgast öryggisblöð yfir efnavöru á vef Olís