Efnasambönd sem í föstu formi eru gerð úr rafhlöðnum ögnum, svokölluðum jónum, nefnast sölt.
Matarsalt (natríumklóríð) er aðeins eitt þessara efnasambanda. Algengasta saltið sem Olís flytur inn er vítissódi (natríumhýdroxíð) en hann kemur mjög víða við sögu. Önnur algeng sölt er Olís býður sem lagervöru eru kalísódi (kalíumhydroxíð), þvottasódi (natríumkarbónat), matarsódi (natríumbikarbónat), natríummetasilikat og fleira mætti nefna. Vítissódi er ennfremur seldur sem 30% vatnsupplausn og kallast þá lútur eða nánar tiltekið natronlútur.
Hér fyrir neðan má sjá úrval Olís af söltum og sódum:
LEITIÐ TILBOÐA
Sölu- og þjónustuborð Olís tekur á móti fyrirspurnum, óskum um tilboð og pöntunum.
515 1100 – pontun (hjá) olis.is
Sérfræðiaðstoð varðandi efnavöru til iðnaðar veitir Magdalena Stefaniak Viðarsson
magdalena@olis.is
ÖRYGGISBLÖÐ
Efnavara er almennt talin varasöm og í mörgum tilfellum beinlínis hættuleg í meðförum. Ástæða er því til að hvetja notendur til að fara varlega og kynna sér vel öryggisleiðbeiningar fyrir notkun.
Smellið hér til að nálgast öryggisblöð yfir efnavöru á vef Olís