
Gæta skal vel að rafgeymunum þínum svo að þeir endast lengur. Sem einn heimsins leiðandi framleiðandi á rafhlöðum, þá hefur Exide allt það sem nauðsynlega þarf til að framleiða háþróuð, hátækni hleðslutæki. Hleðslutækin sem eru einnig handhæg og auðvelt að nota.
Ný kynslóð af Exide hleðslutækjum
Exide hleðslutækin geta vera notuð fyrir flestar tegundir af bifreiða og blý-sýru rafgeyma. Hleðslutækin eru fullkomlega sjálfvirkt og hafa innbyggða hitajafnara, sem gerir þá tilvalda fyrir okkar norræna loftslag. Hleðslutækin hafa einnig innbyggða öryggisvirkni, sem skynjar ef eitthvað er að rafgeyminum.
Exide hleðslutækin tryggja hagstæðustu hleðslu sem hægt er að nota fyrir rafgeyma frá 1. Ah allt að 300 Ah. Þeir hafa innbyggt ljós til notkunar í myrkrinu, sérstaklega hannaðar rafskauts klemmur fyrir hámarks hleðslu og snúru sem hægt er að vinda snyrtilega um hleðslutækið. Hleðslutækin hafa allar þær aðgerðir sem viðskiptavinir okkar eru að leita að.
Hvenær þar að hlaða rafgeyma?
Að halda rafgeymi vel hlöðnum lengir endingu hans og þú getur þar af leiðandi verið viss um að hann mun virka almennilega. Sýru þéttleikin í rafgeyminum minnkar smám saman, bæði við notkun og í geymslu. Þar af leiðandi fellur spenna einnig niður. Fullhlaðin rafgeymir er um 12,7 V, og ef þetta fellur niður í 12,4 V. þarf rafgeymirinn hleðslu. Til að halda rafgeyminum í góðu ástandi þarf að mæla spennuna reglulega og framkvæma viðhaldshleðslu ef þarf.

Nokkrar gagnlegar ábendingar fyrir langtíma geymslu:
- Rafgeymirinn ætti að vera fullhlaðin þegar hann er settur í geymslu
- Geymið rafgeyminn á köldum, þurrum stað til að draga úr sjálfs-afhleðslu
- Mundu að óhlaðinn rafgeymir getur skemmst í kulda
- Hlaða rafgeyminn ef spenna hefur fallið í 12,4 V.
Úrval af hleðslutækjum fyrir:
- Bíla
- Báta
- Skip
- Neyðarlýsingu
- Lyftara
- Fellihýsi
- Mótorhjól
- Hjólastóla
- Rafmagnsbíla