Áfylling
Metan skal einungis nota á viðurkennda metangeyma og gæta skal þess að áfyllingarstútur snúi ávallt að metandælu. Áfylling með millistykki er bönnuð á afreiðslustöðinni í Mjódd. Áfylling er sérstaklega hraðvirk þar sem metanið er geymt í fletum sem eru á svæðinu, en fletin eru smíðuð og uppsett með hliðsjón af öryggi og álagi við hraða áfyllingu og flutning.
Leiðbeiningar
- Drepið á bílnum og setjið í handbremsu.
- Opnið áfyllingarstútinn á bílnum.
- Tengið dælubyssuna við áfyllingarstút bílsins
- Haldið dælubyssunni fast að áfyllingarstútnum og þrýstið upp handfanginu þar til það festist.
- Ýtið á start-hnappinn.
- Til að stöðva áfyllingu, ýtið á stop-hnappinn.
- Að lokinni dælingu skal halda við dælubyssuna og þrýsta á svarta flipann aftan við handfangið. Þá losnar dælubyssan af áfyllingarstútnum.
- Gangið frá dælubyssunni á dæluna og munið að loka áfyllingarstútnum á bílnum.