
Afgreiðslustöðin í Mjódd var sett upp með hraða virkni og öryggi að leiðarljósi, í náinni samvinnu við byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Vinnueftirlit ríkisins.
Stöðin uppfyllir strangar kröfur sænska staðalsins TSA2010. Þar er gengið úr skugga um að fyllsta öryggis sé ávallt gætt, m.a. með gasskynjurum tengdum við brunakerfi, yfirþrýstingsöryggjum og sjálfvirkum lokunum og/eða útslætti ef frávik verða vegna leka eða þrýstings.
Flutningsfleti eru smíðuð með öryggi og álag við áfyllingu og flutning í huga. Fletin eru búin öryggislokum vegna þrýstings og bruna og flutt á staðinn af bílstjórum sem sótt hafa sérstök námskeið um slíkan flutning. Ökutækin sem flytja gasið uppfylla allar kröfur Sameinuðu þjóðanna um flutning á hættulegum farmi og eru skoðuð árlega af óháðum aðila.