Olís kaupir metanið af Sorpu bs, www.sorpa.is
Það er ánægjulegt að geta boðið íslenskt, vistvænt eldsneyti – það er þjóðhagslega hagkvæmt; sparar gjaldeyri, skapar störf og er liður í sjálfbærni þjóðarinnar.
Metanið er framleitt á Álfsnesi og unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi sem þar er urðaður. Hauggasið myndast þegar náttúrulegar bakteríur brjóta niður lífrænt efni á urðunarstaðnum. Gasinu er safnað úr borholum í haugnum og það svo hreinsað áður en það er flutt í fletum á afgreiðslustöðina í Mjódd.
Þess má geta að stöðin og flutningsfletin komi frá Metan.