Starplex EP 2 400 gr
Alhliða EP-smurfeiti
LÝSING
StarPlex EP feitin er framleidd með nýjustu aðferðum úr fínhreinsuðum jarðolíum sem þykktar
eru með mjög hitaþolinni líþíumsápu.
StarPlex EP er alhliða feiti, þróuð sem langtímasmurfeiti í kúlu- og rúllulegur þar sem mikið
álag er og hár hiti.
NOTKUN
StarPlex EP hentar vel til smurnings á legur í vélum og vélarhlutum sem eru undir miklu álagi
og við háan hita langtímum saman (legur smurðar fyrir lífstíð).
Mælt er með notkun StarPlex EP við til dæmis smurningu á hjólalegum í bifreiðum, kúplingslegum,
rafölum, viftum, rafvélum, þvotta- og uppþvottavélum, frístundaverkfærum o.fl. ásamt
almennri smurningu í undirvögnum bíla og í verktakaiðnaðinum.
Auðvelt er að dæla StarPlex EP og því tryggir olían fullkomna smurningu í miðstöðvarsmurkerfum
með löngum leiðslum.
EIGINLEIKAR OG VIÐURKENNINGAR
StarPlex EP feitin hefur óvenjulega fjölhæft notagildi, frá -35°C til +150°, +160° +170° og við
sísmurningu (miðstöðvarsmurning) upp í allt að 220°C.
StarPlex EP uppfyllir eftirfarandi kröfur:
* BMW (kúplingslegur) * Porsche (hjólalegur)
* Timken (legufeiti) * John Deere (alhliða smurning)
StarPlex EP 1 hefur hlotið viðurkenningu frá:
* Black & Decker (heimilisvinnuvélar)
StarPlex EP 2 hefur hlotið viðurkenningu frá:
* Daimler Benz 265.1
Pakkningar: 0,4 kg, 10,0 kg, 18,0 kg, 50,0 kg og 180,0 kg
Tengdar vörur

Fjáröflunarvörur
Pokapakki (5rl) Nestispokar, svartir ruslapokar, gráir höldupokar, skrjáfpokar 50x60cm, hnútapokar 200stk , flottur pakki

Bílavörur
Eðlilegt viðhald eykur endingu, dregur úr útgjöldum við rekstur bílsins og eykur öryggi hans í umferðinni. Til þess eru margvísleg handhæg tæki og efni sem auðvelda verkið.