Meropa 220 20 ltr
Efnabætt gírolía fyrir skipa- og iðnaðargíra
LÝSING
Í MEROPA flokknum eru háþrýstiolíur af bestu gæðum. Háþrýstibætiefni í olíunum gera það að
verkum að gírhjól standast höggálag, sem annars hefði í för með sér eyðileggingu á gírhjólum
og legum.
MEROPA olíur innihalda sérstök háþrýstibætiefni á brennisteins- og fosfórgrunni. Vegna
frábærrar hæfni olíunnar til að skilja út vatn hentar hún vel við mjög rök skilyrði, m.a. í
stálvölsunarverum, þar sem mikið vatnsmagn er annars vegar. Olíurnar geymast vel og blandast
auðveldlega gírolíum af blýnaftagerðinni.
MEROPA olíur hafa mikla viðloðunarhæfni við málmfleti, jafnvel þótt mikið vatn sé annars
vegar. Þær hafa engin tærandi áhrif á málma á borð við stál, kopar, brons, babbit-málmblendi
og kadmíumnikkel.
Lágu númerin í MEROPA flokknum hafa mög lágt rennslismark, sem gerir það að verkum að
þessar olíur eru einkar heppilegar til gír- og legusmurningar að vetrarlagi.
NOTKUN
MEROPA er einkar heppileg smurolía fyrir iðnaðarvélar og færanlegan vélbúnað, svo
sem lokuð drif, keðjudrif, renni- og rúllulegur og rennifleti. Olían er jafn hentug til að
smyrja smæstu gírmótora sem stærri einingar í völsunarverum.
MEROPA er einkar heppileg til að smyrja snekkjudrif, en einnig má nota hana á hypoid-drif við
hófleg keyrsluskilyrði.
MEROPA er notuð í kerfum með baðsmurningu, skvettismurningu, hringrásarsmurningu og
úðasmurningu.
EIGINLEIKAR OG KOSTIR
Í MEROPA olíum eru dugandi háþrýstibætiefni. Þær skilja út vatn og halda smureiginleikum
sínum þótt vatn sé annars vegar. Varmaþol er mikið. Mikið oxunarþol (löng ending). Í olíunum
eru bætiefni gegn froðumyndun. Seigjutala er há. Rennslismark er lágt. Þær uppfylla FZG test
álagsstig 12. Þær standast Timken OK álag 60 lbs.
Pakkningar: 20 l, 208 l.
Tengdar vörur

Lower your travel costs with the discount-key
Get your discount card at the next Olís station

Index vatnsþéttidúkar
Ný kynslóð endingargóðra einangrunardúka, auðveldir í ásetningu. Framleiddir til að draga úr vatnsálagi og hlífa húsþökum, bílastæðum, brúm og öðrum flötum eða hallandi steypuflötum sem þarf að vatnsverja.