VLO dregur umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Græn skref Olís
Með íblöndun VLO í dísilolíu, sem draga mun úr losun koltvísýrings og gróðurhúsalofttegunda, stígur Olís enn eitt græna skrefið. Félagið hefur um árabil unnið skipulega að umhverfis- og uppgræðslumálum og haft það í stefnu sinni að standa vörð um náttúru Íslands. Umhverfisbaráttan hefur ekki eingöngu falist í styrkjum til hinna ýmsu málefna á sviði náttúruverndar heldur einnig í daglegri starfsemi og þjónustu fyrirtækisins. Meðferð Olís á söluvörum, förgun úrgangsefna, endurnýting umbúða, vöruþróun, bygging mannvirkja og val á rekstrarvörum tekur ætíð mið af umhverfisvernd.
Með umhverfisstefnu sinni vill Olís stuðla að því að hver kynslóð skili landinu og auðlindum þess í betra horfi til þeirrar næstu.