Logo

Fyrirtækjaþjónusta

Byggingavörur

Olís býður upp á heildstæðar lausnir og gerir bæði tilboð í vinnu og efni.

Byggingavörur

Húsbyggjendur og verktakar hafa langa og góða reynslu af vönduðum þak- og vatnsþéttiefnum frá Index og jarðvegsdúkum frá DuPont. Olís býður gott úrval af vörum frá þessum framleiðendum sem hafa sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður.

  • Þakpappi
  • Asfaltborðar
  • Bitumen-efni
  • Festingar fyrir þakpappa
  • Verkfæri
  • Dúkur, einangrun og blý
  • Ýmsar byggingarvörur

INDEX VATNSÞÉTTIDÚKAR

Ný kynslóð endingargóðra einangrunardúka, auðveldir í ásetningu. Framleiddir til að draga úr vatnsálagi og hlífa húsþökum, bílastæðum, brúm og öðrum láréttum eða hallandi steypuflötum sem þarf að vatnsverja.

Index vatnsþéttidúkar:

  • Framleiddir úr polyester og glertrefjum sem gefa geysilega endingu.
  • Fáanlegir í ýmsum litum og áferðum sem henta við ólíkar aðstæður.
  • Lausir við asbest og kolefni sem innihalda skaðleg tjöruefni.
  • Framleiðsla Index er skv. evrópskum gæðastaðli um innihald efna.
  • Index er leiðandi í framleiðslu APP og SBS, mynstraðra og lagskiptra þakdúka.
  • Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Verona á Ítalíu.
  • Index framleiðir einnig eldtefjandi trefjadúka, einangrandi dúka með álfilmu o.fl.

Index framleiðir einnig dúk sem er aðeins 8 mm þykkur undir ílögn og fljótandi parket. Hann hljóðeinangrar allt að 33,5 db þannig að hægt er að líma flísar og niðurlímt parket beint á ílögnina þar sem uppfylltar eru skilgreiningar um hljóðvist skv. íslenskum byggingastöðlum.

Fyrirtækjaþjónusta

Birgjar

Olís býður fjölbreytt úrval af þak- og vatnsþéttiefnum frá viðurkenndum framleiðendum sem hafa sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður. Verktakar og einstaklingar hafa langa og góða reynslu af vönduðum þakpappa og þéttiefnum frá Index. Við erum með jarðvegs-, öndunar-, rakavarnar- og eldtefjandi dúka ásamt fleiru frá DuPont og frá fyrirtækinu Italprofili bjóðum við upp á asfaltdúka og vörur þeim tengdar. Frá Ejot í Þýskalandi flytur Olís inn ýmsar festingar og tilheyrandi verkfæri fyrir einangrun og pappa á heitum þökum til að festa í timbur, stál eða steypu. Í samvinnu við fyrirtækið Leviat getum við sérpantað íhluti í steypu og útvegað ýmsar aðrar gæðavörur frá Halfen í Svíþjóð.

Sölustjóri byggingavöru

Jóhannes Kristjánsson

Hafa samband