Um Olís
Mannauður
Vinir við hvort annað

Um Olís
Mannauðsstefna
Mannauðsstefna Olís er hluti af heildarstefnu fyrirtækisins og undir mannauðsstefnuna falla einnig: Jafnréttisstefna sem inniheldur jafnlaunastefnu, Jafnréttisáætlun og jafnréttismarkmið, Stefna í eineltis- og öðrum ofbeldismálum og Verklag við uppljóstrun starfsmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi. Gildi Olís liggja til grundvallar mannauðsstefnunni og þeirri menningu sem ríkir á hinum fjölmörgu starfsstöðvum. Gildi Olís eru: framsækni, fagmennska og traust. Mannauðsstefnan er endurskoðuð á hverju ári og var uppfærð og samþykkt seinast þann 23. ágúst 2023.

Um Olís
Jafnlaunastefna
Olís hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna og inniheldur jafnréttisáætlun og byggist jafnlaunastefna Olís á henni. Tilgangur Olís með jafnlaunakerfi er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu starfsmanna óháð kyni innan fyrirtækisins.Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundinn mismunur eigi sér stað.

Um Olís
Gæðastefna
Það er stefna Olís að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi á sínu sviði hvað varðar hagkvæmni í rekstri, þjónustu við viðskiptavini, gæði vöruframboðs og ábyrgð gagnvart samfélaginu, þar sem sérstök áhersla er lögð á stuðning við umhverfismál, félagasamtök og íþróttastarfsemi. Olís leggur jafnframt áherslu á að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og starfsánægja er höfð að leiðarljósi.