Logo

Um Olís

Mannauðsstefna

Útgáfa 10.0

Gildi Olís

Gildi Olís eru framsækni, fagmennska og traust. Gildin liggja til grundvallar mannauðsstefnu fyrirtækisins og þeirri menningu og sem ríkir á starfsstöðvum þess. Gildin segja til um æskilega hegðun af hálfu allra aðila innan Olís.

Mannauðsstefna Olís er hluti af heildarstefnu fyrirtækisins og undir mannauðsstefnuna falla einnig:

  • Jafnréttisáætlun sem inniheldur jafnlaunastefnu og jafnréttismarkmið auk forvarnar- og viðbragðsáætlunar í málum er varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og annað ofbeldi.
  • Verklag við uppljóstrun starfsmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi

Vinnustaðurinn

  • Olís leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmönnum líður vel og býðst tækifæri til að þróast í starfi innan fyrirtækisins.
  • Olís leggur áherslu á að veita starfsmönnum sínum góðan aðbúnað á vinnustað og öruggar vinnuaðstæður.
  • Starfsmenn Olís leitast við að sýna þjónustulund, heiðarleika og virðingu í samskiptum og fagleg vinnubrögð í öllum sínum verkum.

Samskipti

  • Starfsmenn Olís sýna hver öðrum tillitssemi og hjálpsemi í störfum sínum og kurteisi, jákvætt viðmót og gagnkvæma virðingu í daglegum samskiptum.
  • Góður starfsandi á sérhverjum vinnustað er sameiginlegt verkefni allra starfsmanna.
  • Mikilvægt er að hverjum einstaklingi sé sýnd virðing og tillitssemi. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið hjá Olís.
  • Lögð er áhersla á að starfsfólk hafi nauðsynlegar upplýsingar til að sinna starfi sínu af kostgæfni og að öll boðskipti innan félagsins séu málefnaleg og jákvæð.

Ráðningar

  • Olís leitast við að fá til liðs við sig öflugt og gott starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn.
  • Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisstefnu Olís.
  • Öll störf innan Olís hafa starfslýsingu sem inniheldur helstu verkefni, ábyrgð, hæfni og skyldur.

Þjálfun og starfsþróun

  • Lögð er áhersla á að starfsfólk viðhaldi menntun sinni, hæfni og þekkingu með viðeigandi hætti. Olís og starfsfólk bera að þessu leiti jafna ábyrgð á því að markmið um það náist.
  • Starfsfólki Olís er boðið upp á námskeið í samræmi við niðurstöður frammistöðusamtals og þarfir fyrirtækisins. Einnig er boðið upp á fjölbreytt fræðsluefni á fræðsluvef Olís, Brunninum.
  • Stuðningur við aðrar námskeiðsóskir starfsmanna er ákveðinn með tilliti til þess hve vel námið nýtist starfsemi fyrirtækisins.

Ástundun og fjarvistir

  • Olís leggur áherslu á stundvísi og viðveru starfsmanna á umsömdum tíma og að starfsmenn sinni störfum sínum af samviskusemi og röggsemi.
  • Olís leitast við að koma til móts við mismunandi aðstæður starfsmanna eftir því sem kostur er þannig að jafnvægi skapist á milli vinnu og einkalífs.
  • Samstarfssamningur við Heilsuvernd felur í sér aðgengi starfsfólks að ráðgjöf um heilbrigðismál.
  • Starfsmönnum ber að tilkynna eigin veikindi og fjarveru vegna veikinda barna sinna til Heilsuverndar auk þess að tilkynna slíkt til síns yfirmanns eða skila inn læknisvottorði.

Frammistaða í starfi

  • Miðað er við að þeir sem hafa verið fastráðnir hjá Olís í 6 mánuði eða lengur fari reglulega í frammistöðusamtal.
  • Stjórnendur Olís boða til samtalanna en starfsmaður getur einnig óskað eftir samtali ef hann telur þörf á því fyrr.
  • Tilgangur frammistöðusamtals er að ræða frammistöðu, árangur og sjónarmið auk þess sem starfsfólki gefst kostur á að koma ábendingum og óskum á framfæri.

Öryggis- og heilbrigðismál

  • Það eru sameiginlegir hagsmunir Olís og starfsfólks þess að farið sé eftir lögum um vinnuvernd, aðbúnað og hollustuhætti og þær öryggiskröfur sem settar eru hverju sinni.
  • Mikilvægt er að starfsfólk hugi að andlegri og líkamlegri velferð sinni og styður Olís við starfsfólk sitt með árlegum heilsueflingarstyrk sem stendur öllum fastráðnum starfsmönnum til boða. Styrkurinn er greiddur starfsmönnum sem hafa verið í föstu starfi í hálft ár eða meira. Fullur styrkur greiðist til þeirra sem hafa verið í a.m.k. hálfu starfshlutfalli annars reiknast hann hlutfallslega.

Starfslok

  • Almennt verður brottvikning úr starfi ekki gerð nema að undangenginni áminningu nema að um brot í starfi sé að ræða. Skipulagsbreytingar innan fyrirtækisins geta leitt til starfsloka og eðli málsins samkvæmt ekki að undangenginni áminningu.
  • Starfslok vegna aldurs miðast við 67 ára aldur en ef það er báðum aðilum til hagsbóta geta starfslok frestast til loka þess almanaksárs er starfsmenn verða 70 ára.

Starfsmannafélag

  • Allir starfsmenn verða við ráðningu félagar í starfsmannafélagi Olís. Olís hvetur starfsfólk til þátttöku í starfi starfsmannafélagsins og styður við starfsemi þess á margvíslegan hátt.