
Rafhleðsla
Hraðhleðslustöðvar Olís og Ísorku eru staðsettar á Olís og ÓB stöðvum víða um land. Stöðvunum hefur fjölgað jafnt og þétt síðan samstarfið hófst og markmiðið er að innan örfárra ára geti rafbílaeigendur hlaðið rafbílana sína á hraðhleðslustöðvum hringinn í kringum landið.
Stærstur hluti stöðvanna er og verður við þjónustustöðvar Olís, en það er gert til að viðskiptavinir geti sótt sér aðra þjónustu á meðan rafmagnsbíllinn er í hleðslu.
Lífrænt Dísel
Vorið 2013 hóf Olís að blanda alla sína díselolíu með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu. Olís varð þar fyrst íslenskra olíufyrirtækja til að stíga það skref en VLO er hreinna og umhverfisvænna díseleldsneyti en áður hefur þekkst. Þetta framtak er í samræmi við umhverfisstefnu félagsins.
Taktu grænu skrefin með Olís!

Lífrænt Dísel
E10
Olís og Ób hafa hafið innflutning á nýju umhverfisvænna 95 oktana gæðabensíni, E10, sem inniheldur aukið hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis eða um 10% etanólblöndu. Frá og með apríl 2023 verður allt 95 oktana eldsneyti sem afgreitt er hjá Olís og Ób af þessari tegund. Aukið hlutfall etanóls í bensíni dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Allar bensínknúnar bifreiðar sem eru yngri en árgerð 2011 geta notað nýja E10 eldsneytið. Flestar tegundir eldri bifreiða geta einnig notað hið nýja umhverfisvænna E10 eldsneyti, en rétt er að eigendur kynni sér hvort svo sé.
Hentar E10 mínum bíl? https://www.e10info.eu/can-i-use-e10/

Metan
Í byrjun sumars 2013 opnaði Olís sína fyrstu metanafgreiðslu í Mjódd en metanið er vistvænt íslenskt eldsneyti, unnið úr hauggasi frá lífrænum úrgangi. Olís hefur nú opnað sína aðra metanafgreiðslu í Álfheimum og sú þriðja er nú komin á Akureyri.
Með þessu framtaki uppfyllti Olís fyrirfram skilyrði sem sett voru í lög um áramótin 2013–2014. Þau kveða á um skyldu olíufélaganna til að tryggja að ákveðið hlutfall eldsneytis til samgangna sé af endurnýjanlegum uppruna. Þessi skref eru í samræmi við umhverfisstefnu félagsins.
