Þjónusta
Afgreiðsla eldsneytis
Tekið er við pöntunum fyrir fljótandi eldsneyti fyrir allt landið frá kl. 08:00 til kl. 16:30 alla virka daga.
Þegar pöntun er hringd eða send inn til Olís skal gefa upp eftirfarandi upplýsingar:
- Kennitala viðskiptavinar
- Nafn viðskiptavinar
- Afgreiðslustaður
- Eldsneytistegund
- Afgreiðslumáti (á tæki, tank, skip, með lögn, með bát)
- Pantað magn
- Séróskir um neðangreindan afgreiðslutíma umfram skilgreiningu
- Nafn þess sem pantar
- Símanúmer tengiliðs
- Ef um tæki er að ræða vinnuvélanúmer eða strikamerkisnúmer
Afgreiðslutími er frá kl. 08:00 til kl. 17:00 virka daga. Hægt er að semja um fastar afgreiðslur fyrir stærri vinnusvæði fyrir eða eftir þann tíma. Afgreitt er á frídögum gegn aukagjaldi, sjá fyrir neðan í kaflanum Afgreiðslur utan þjónustuskilgreiningar.

Flugþjónusta
Olís veitir íslenskum og erlendum flugvélum þjónustu á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og í Vestmannaeyjum.
Keflavíkurflugvöllur
Á Keflavíkurflugvelli veitir Eldsneytisafgreiðslan í Keflavík viðskiptavinum Olís þjónustu og afgreiðir JET-A1 (þotueldsneyti).
Reykjavíkurflugvöllur
Á Reykjavíkurflugvelli er Olís í samstarfi við Skeljung um afgreiðslu á JET-A1 (þotueldsneyti).
Hafðu samband við sérfræðinga Olís og fáðu nánari kynningu.
Fáðu frekar upplýsingar í síma 515 1100 eða sendu tölvupóst á pontun@olis.is.
