Logo

Þjónusta

Veitingar

Þjónusta

Grill 66

Grill 66 er grillstaður fyrir alla fjölskylduna. Á matseðlinum okkar eru girnilegir og safaríkir alvöru hamborgarar og fleiri gómsætir réttir. Við bjóðum einnig upp á ilmandi kaffi og nýbakað bakkelsi sem fljótlegt er að grípa með sér á ferðalaginu.

Nafnið vísar til „Route 66“, þjóðvegarins sem liggur nánast þvert yfir Bandaríkin, frá Chicago í Illinois, gegnum Missouri, Kansas, Oklahoma, Texas, New Mexico og Arizona til Santa Monica í Kaliforníu. Nöfn réttanna á matseðlinum eru nöfn borga á þessari leið. En hvert sem númer vegarins er og hvert sem leiðin liggur er alltaf gott að staldra við, teygja úr sér og fá sér eitthvað gott að borða.

Þjónusta

Lemon mini

Á Lemon mini er hægt að fá fjórar tegundir af samlokum og fjórar tegundir af djúsum. Lemon Mini er staðsett á þjónustumiðstöð Olís Borgarnesi, Akranesi, Húsavík, Selfossi, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Reyðarfirði, Hellu, Höfn, Norðlingaholti og Gullinbrú.

Þjónusta

Bakkelsi

Á þjónustustöðvum Olís finnur þú gott úrval af nýbökuðu bakkelsi. Það er klassískt að koma við og fá sér kaffi og kleinu á ferðalaginu eða grípa með sér smurt rúnstykki og kókómjólk í morguntraffíkina.