Logo

Ljúffengt kaffi á Olís í Norðlingaholti

11. jún. 2025

Við höfum tekið í notkun Barista-kaffivél á þjónustustöðinni okkar í Norðlingaholti þannig að viðskiptavinum Olís stendur nú til boða sannkallað eðalkaffi til að drekka á staðnum eða grípa með sér. Espresso, latte og allt þar á milli; lagað eftir kúnstarinnar reglum úr hágæða kaffibaunum frá Kaffitári. Þetta er frábær viðbót við allt það sem er í boði á stöðinni okkar í Norðlingaholti og upplagt tilefni fyrir fólk á ferðinni að renna við og prófa Barista-kaffið!