
Fjölnota kaffibolli og frítt kaffi út árið!
07. jan. 2026
Fjölnota bolli og kaffikort á Olís – frítt kaffi út árið 2026!
Nú geturðu notið kaffis á umhverfisvænan hátt á öllum Olís þjónustustöðvum! Fjölnotabollinn okkar er kominn í sölu og kostar aðeins 4.990 krónur. Með honum fylgir kaffikort sem tryggir þér frítt kaffi út árið 2026.
Ef þú vilt einungis kaffikortið, þá er það einnig í boði fyrir 3.490 krónur. Þetta er frábær leið til að spara og njóta góðs kaffis á ferðinni, allt árið!

