Logo

Glans opnar á Gullinbrú

07. okt. 2025

Glans opnaði formlega nýja og stórglæsilega bílaþvottastöð hjá Olís við Gullinbrú í lok september. Stöðin er nýjasta kynslóð snertilausra þvottastöðva og er öll hin glæsilegasta. Þetta er þriðja Glans-stöðin sem Olís opnar, hinar tvær eru við Langatanga í Mosfellsbæ og á Selfossi.

 

Viðtökurnar í Grafarvogi hafa verið frábærar og greinilegt að íbúar Grafarvogs fagna þessari viðbót við þá þjónustu sem Olís er að veita, ásamt því að þvottastöðin er opin allan sólarhringinn.

 

„Við Grafarvogsbúar erum virkilega ánægð með þessa nýju Glans þvottastöð, hún er góð viðbót við þá þjónustu sem Olís Gullinbrú hefur þegar verið að veita,“ segir Árni Guðmundsson, varaformaður íbúaráðs Grafarvogs.

 

Glans er nú með frábært opnunartilboð í gangi og býður 50% afslátt af fyrsta mánuðinum í áskrift sem kostar þá 3.245 kr. í stað 6.490 kr. Stakur þvottur er einnig með 50% afslætti og kostar 1.745 kr. í stað 3.490 kr. Bæði er hægt að ganga frá greiðslu í Olís – ÓB appinu með afsláttarkóðanum Gullinbrú eða í greiðsluvél við þvottastöðina. 

  

„Við erum ótrúlega ánægð að hafa opnað hér í Grafarvogi þessa glæsilegu bílaþvottastöð og óskum við Grafarvogsbúum innilega til hamingju með hana. Þessi stöð er þriðji áfangi í þeirri vegferð sem við erum í með Glans og fljótlega munum við opna í Bæjarlind og á Skúlagötu,“ segir Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís.

 

 

Á myndinni má sjá  Brynju Bjarney Vignisdóttir verslunarstjóra á Olís Gullinbrú og Árna Guðmundsson varaformann íbúðaráðs Grafarvogs.