Logo

Glans opnar á Selfossi

22. júl. 2025

Það var mikil hátíð við Olís á Arnbergi á Selfossi á laugardaginn þegar við opnuðum glænýja sjálfvirka þvottastöð.

„Við erum gríðarlega stolt af þessari nýju stöð, sem er mjög vel tækjum búin og fer einstaklega vel með lakkið á bílum. Hún er líka umhverfisvænni heldur en aðrir kostir því það fer minna af spilliefni út í umhverfið en á öðrum stöðvum“, segir Ingunn Svala Leifsdóttir forstjóri Olís.