
Golfmót fyrirtækjasviðs Olís
18. sep. 2025
Veðrið lék svo sannarlega við okkur þann 12.september síðastliðinn þegar árlega golfmót Olís fór fram í æðislegu veðri hjá GKG í Garðabæ.
Mótið tókst frábærlega og áttu keppendur frábæran leik. Í lok mótsins voru veitt verðlaun í bæði karla og kvennaflokki ásamt nándarverðlaunum. Olís holan var á sínum stað og voru margir mjög nálægt pinna þar.
Við þökkum öllum sem tóku þátt og áttu með okkur ánægjulega samveru.

