Logo

Jól í skókassa

06. nóv. 2025

Olís svaraði kallinu og tekur þátt í að styðja verkefnið Jól í skókassa sem fer nú fram. Sérstök áhersla var á dót til ungra drengja þar sem vöntunin er talsverð á þann hóp. 

Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt og erfiðleika og gefa þeim jólagjafir. 

Gjafir eru settar í skókassa og sendar til barna í Úkraínu. 

Á hverju ári safnast um 5.000 kassar.

Smelltu hér til að skoða ítarlegri upplýsingar um Jól í skókassa.