Logo

Elkhart jólaborgari

10. des. 2025

Olís heldur áfram þeirri góðu hefð sem hefur skapast undanfarin átta ár og býður upp á vinsæla jólaborgara Grill 66.

Í ár býður Olís upp á jólaborgarann sem er með einstökum hátíðarbrag og er hannaður af Gabríel Kristni Bjarnasyni, landsliðskokki og kokki ársins.

„Líkt og áður er notað úrvals hráefni, þar á meðal hreindýrakjöt sem er blandað saman við nautakjöt og nautafitu til að skapa ríkan, djúpan og hátíðlegan brag,“ segir Haukur Víðisson, veitingastjóri Olís.

„Í hvert skipti hefur Olís leitað til valinkunnra matreiðslumanna til að móta fullkomna uppskrift að jólaborgaranum og í ár er það Gabríel sem stendur á bak við samsetninguna. Gabríel hefur sett saman borgara sem fangar bæði hefð og nýsköpun, með áherslu á vandað hráefni og fallega bragðblöndu,“ segir Haukur enn fremur.

„Borgarinn er lagður á ljóst, smjörkennt brioche-brauð, drottningu borgarabrauðanna sem smyr bragðlaukana eins og aðeins íslenskt smjör getur. Þar ofan á sitja tvær sneiðar af Óðals Maribo-osti sem bráðna fullkomlega yfir safaríku kjötinu. Til að fullkomna samsetninguna bæti ég við beikon-lauksultu sem gefur bæði sætan og reyktan undirtón og lyftir borgaranum á algerlega nýtt hátíðlegt plan.

Niðurstaðan er sannkallaður jólaborgari sem er spennandi blanda af hefð, ástríðu og úrvalshráefni sem gerir ferð á Grill 66 á Olís að ómissandi hluta jólaundirbúningsins,“ segir Gabríel metnaðarfullur.

„Markmið mitt með jólaborgaranum var að vera eins nálægt því að vera hreindýra wellington með osti, gerist ekki mikið betra með brioche-brauðinu og hreindýrakjötinu,“ bætir Gabríel við.

Gabríel hefur unnið til fjölda verðlauna í sínu fagi og má þar helst nefna:

  • Nemi ársins 2018
  • 1. sæti Besti ungkokkur Norðurlandanna árið 2022
  • 4. sæti í Bocusedor sem commis (aðstoðarmaður)
  • 3. sæti með íslenska kokkalandsliðinu á Ólympíuleikunum árið 2024
  • 1. sæti í keppninni Kokkur ársins 2025

Jólaborgarinn fæst á Grill 66 á Olís um land allt og er einnig fáanlegur hjá Wolt.