Logo

Króksmót ÓB

24. jún. 2025

Tæplega 300 leikir voru spilaðir á Króksmóti ÓB á Sauðárkróki fór fram nú um helgina þar sem stúlkur í 6. flokki léku listir sínar. Veðrið lék við keppendur og aðra mótsgesti en óhætt er að segja að allir hafi sýnt sínar bestu hliðar. Stjarnan hlaut háttvísisverðlaun KSÍ en keppendur gerðu mótsstjórninni erfitt fyrir í ár með valið,enda voru stelpurnar allar til fyrirmyndar á mótinu.

Auk hinna hefðbundnu leikja fór einnig fram battamót og skotkeppni en mjög góð þátttaka var í þeim viðburðum. Sigurvegarar battamótsins voru þær Áslaug og Christina sem spiluðu undir nafninu Grænu skvísurnar. Það voru svo þau Karólína Víðisdóttir í FH og Hilmar Rafn í Tindastól sem voru stigahæst í skotkeppninni.

8. flokks mót fór fram á sunnudeginum þar sem 13 lið mættu til leiks og voru mörg hver að keppa á sínu fyrsta móti.

Sigurvegarar Króksmóts ÓB voru:

Drangey 1: FH Ída Marín

Drangey 2: KA Portúgal

Málmey 1: FH Arna

Málmey 2: Tindastóll X

Þórðarhöfði 1: FH Aldís

Þórðarhöfði 2: Breiðablik Telma Ívars

Lundey 1: Stjarnan gular

Lundey 2: Haukar lauf