Logo

Lægsta verð ÓB á Laugarbakka

10. jún. 2025

Nú höfum við bætt Laugarbakka í Miðfirði við hóp þeirra ÓB-stöðva sem alltaf eru með lægsta verðið og þar með eru þær orðnar níu talsins. Við erum sannfærð um að bæði íbúar í Húnvatnssýslum og fólk á ferðalagi um Norðurland taki þessum fréttum fagnandi.

Nú er um að gera að nýta sér frábært verð á eldsneyti ásamt þeim fríðindum sem fylgja þegar greitt er með Olís – ÓB kortinu í appinu ef það er tengt við greiðslukort sem safnar Vildarpunktum Icelandair eða Aukakrónum Landsbankans. Við óskum íbúum í Miðfirði og öðrum Húnvetningum til hamingju með þessa búbót!