Logo

Ný ÓB stöð opnuð í Búðardal

02. júl. 2025

Olís hefur opnað glænýja ÓB sjálfsafgreiðslustöð í Búðardal. Nú býðst íbúum Dalabyggðar og ferðafólki lægra verð á eldsneyti auk þess að geta safnað frábærum fríðindum í formi Vildarpunkta Icelandair eða Aukakróna Landsbankans þegar greitt er með Olís – ÓB appinu í símanum.

Fyrir þau sem enn eiga eftir að sækja Olís – ÓB appið, þá er hægt að hlaða því niður hér á síðunni og tengja stafræna Olís – ÓB kortið í appinu við greiðslukort sem safnar þessum fríðindum. Olís óskar Dalamönnum til hamingju með þessa kærkomnu búbót!

Olís – vinur við veginn  eða ÓB – ódýrt eldsneyti og frábær fríðindi!