Logo

Nýir skynjarar á dælum

11. des. 2024

Nú hafa verið settir upp litlir kassalaga skynjarar á allar eldsneytisdælur á stöðvum Olís og ÓB með skilaboðunum „Berðu símann að hér“.
Hér er um að ræða nýja leið til að greiða fyrir eldsneyti með lykli eða nýju Olís – ÓB korti sem er tengt við nýtt Olís – ÓB app sem verður gefið út fljótlega. 

Með nýja appinu er hægt að sækja sér stafrænt Olís – ÓB kort, tengja við greiðslukort í veski símans (wallet) og nota símann til að borga.

Við áréttum að þessi búnaður er ekki settur upp af óprúttnum aðilum heldur af starfsmönnum Olís til að gera viðskiptavinum okkar kleift að borga með nýju greiðsluleiðinni okkar. 

Hér er um að ræða nýja leið til að greiða fyrir eldsneyti með lykli eða nýju Olís – ÓB korti sem er tengt við nýtt Olís – ÓB app sem verður gefið út fljótlega.