Logo

Nýtt Olís – ÓB app er komið út!

02. feb. 2025

Við erum stolt af því að kynna til sögunnar glænýtt Olís – ÓB app sem nú þegar er komið í gagnið og hægt að sækja sér að kostnaðarlausu á App Store og Google Play Store. Nýja appið er mjög til hagsbóta fyrir viðskiptavini Olís og ÓB sem fá nú góða yfirsýn yfir öll sín viðskipti á einum stað auk þess að geta framvegis borgað með símanum. 

Í appinu er nýtt rafrænt Olís – ÓB kort sem mun smám saman leysa lykilinn af hólmi. Kortið er virkjað með því að tengja það við debet- eða kreditkort í Apple Wallet eða Google Wallet og þá er hægt að nota símann til að greiða fyrir eldsneyti og aðrar vörur í stað lykilsins áður.

  • Þú hleður niður appinu og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum
  • Velur að fá Olís – ÓB kortið í símann og fyllir út þær upplýsingar sem beðið er um
  • Þegar Olís – ÓB kortið er komið í veski símans er einfalt að greiða með símanum

Fréttir og upplýsingar um tilboð og eldsneytiskjör berast í rauntíma í appið og auðvelt er að fylgjast með söfnun fríðinda í formi Vildarpunkta Icelandair eða Aukakróna Landsbankans.

Í appinu er jafnframt glæsilegt kort sem sýnir allar stöðvar Olís og ÓB um allt land með upplýsingum um hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað og ef viðskiptavinir leyfa appinu að staðsetja sig, þá sjá þeir hversu langt er í næstu Olís- eða ÓB-stöð.


Afsláttur af eldsneyti til meðlima í Vinahópi Olís hefur verið hækkaður í 10 kr. og gildir á öllum stöðvum Olís og ÓB nema þeim átta ÓB-stöðvum sem alltaf eru með lægst verðið: ÓB Fjarðakaupum, ÓB Bæjarlind, ÓB Hamraborg, ÓB Arnarsmára, ÓB Skúlagötu, ÓB Borgarnesi, ÓB Selfossi og ÓB Hlíðarbraut Akureyri.

Olís – ÓB appið verður áfram í stöðugri þróun og allar nýjungar verða kynntar jafnóðum.