ÓB-dælur á Dalvík
24. jún. 2025
Olís hefur nú breytt dælum við þjónustustöð sína á Dalvík í ÓB líkt og gert var hjá Olís í Borgarnesi á sínum tíma. Þar með býðst Dalvíkingum, ferðafólki og íbúum nágrannasveita eldsneyti á lægra verði auk þess að geta safnað frábærum fríðindum í formi Vildarpunkta Icelandair eða Aukakróna Landsbankans þegar greitt er með Olís – ÓB appinu í símanum.
Fyrir þau sem eiga eftir að sækja Olís – ÓB appið er hægt að hlaða því niður hér á síðunni og tengja stafræna Olís – ÓB kortið í appinu við greiðslukort sem safnar þessum fríðindum.
Jafnframt minnum við á að það er boðið upp á 2f1 á Grill 66 eftir fimmtu hverja dælingu!
