Olís er Framúrskarandi fyrirtæki 2025
31. okt. 2025
Olís hlaut í gær, í sjötta skiptið, viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2025 og er því meðal þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði að baki þessari vottun. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að sýna stöðugleika og byggja sinn rekstur á sterkum stoðum og efla þannig hag allra landsmanna.
„Við hjá Olís erum virkilega stolt af viðurkenningunni Framúrskarandi fyrirtæki. Góður rekstur er grundvöllur þeirrar framúrskarandi þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar um allt land. Það er líka mjög ánægjulegt fyrir starfsfólkið okkar, sem stendur vaktina alla daga, að fá svona viðurkenningu og þetta gefur okkur áframhaldandi kraft í þá vegferð sem Olís er á,“ segir Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís.
Á myndinni má sjá Þrúði Maren Einarsdóttir sviðsstjóra fjármálasviðs Olís, Ingunni Svölu Leifsdóttir framkvæmdastjóra Olís, Þyrí Dröfn Konráðsdóttir forstöðukonu markaðsmála Olís og Thelmu Björk Wilson sviðsstjóra smásölusviðs.


